Gˇ­ur fundur um fyrirhuga­ar vi­rŠ­ur ESB og USA um frÝverslunarsamninga

Góður og upplýsandi umræður voru á fundi ráðsins  á Icelandair hótel Natura  um stöðu Íslands í væntanlegum viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, kynnti málið og skýrði út þau áhrif sem slíkur samningur hefði á íslensk fyrirtæki og hver staða Íslands yrði ef þessar öflugu viðskiptablokkir næðu saman um fríverslun.

Á fundinum kom fram að Ísland verður ekki sjálfkrafa aðili að fríverslunarsamningnum, þar sem það er ESB en ekki EES sem er að semja við Bandaríkin. Jón sagði það ekki myndu hafa teljanleg áhrif á starfsemi fyrirtækja á borð við Össur þó að Ísland stæði utan þessa samnings. Össur væri með starfsemi og verksmiðjur bæði innan ESB og í Bandaríkjunum og gæti hæglega flutt framleiðslu sína frá Íslandi ef nauðsyn bæri til. Sama gildir um Marel. Hann sagði meðal annars að mjög mikill áhugi  á þessum viðræðum væri  beggja megin Atlantsála og þá  sérstaklega í Þýskalandi.

Jón lýsti hins vegar áhyggjum sínum af því að afleiðingarnar fyrir Ísland gætu orðið alvarlegar ef það ætti ekki aðild að þessu fríverslunarsvæði. Starfsemi og störf myndu flytjast úr landi. Hér myndi fjárfesting dragast saman sem og hagvöxtur. Það væri því mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga að Ísland verði hluti þessa fríverslunarsvæðis.

Bandaríski sendiherrann, Luis Arreaga, og Henrix Bendixen, sendiherra ESB á Íslandi tóku þátt í pallborðsumræðum eftir erindi Jóns ásamt honum og Bergdísi Ellertsdóttur, sérfræðingi Utanríkisráðuneytisins í alþjóðaviðskiptasamningum. Í máli sendiherranna kom fram að lítill ágreiningur væri um fríverslunina, helst má nefna merkingar matvara og innihaldslýsingar, og fleiri atriði gætu verið erfið viðfangs.

Fram kom að Ísland hefur tvívegis átt í viðræðum við Bandaríkin um fríverslunarsamning á síðustu áratugum en í bæði skiptin braut á því að Íslendingar voru ekki tilbúnir að gera þær breytingar í landbúnaði sem nauðsynlegar voru til að samningar tækjust. Ein leið inn í samninginn væri vitanlega innganga í ESB.

Flestir sem til máls tóku virtust vera á einu máli um að efnahagsleg framtíð Íslands er bjartari innan þessa stóra fríverslunarsvæðis en utan þess og fram kom í máli Bergdísar Ellertsdóttur að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur þegar tekið málið upp við ráðamenn í Brüssel og Washington og það verður rætt á komandi ráðherrafundi EFTA.

 

Umfjöllun

Viðtal við Jón Siguðrsson í RUV hér                              

Frétt í RUV

Grein í Tímarím hér

Grein í Viðskiptablaðinu hér

Grein í Fréttablaðinu hér

Grein á visi.is hér