Vel heppnuð kynning hjá Reykjavik Geothermal

Guðmundur Þóroddsson framkvæmdastjóri Reykjavik Geothermal, bauð gesti velkomna Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ávarpar gesti og þakkaði AMIS fyrir frumkvæði að bjóða félögum ráðsins á kynningu hjá Reykjavik Geothermal (RG).
Fyrst var farið yfir  verkefni RG og þó sérstaklega yfir jarðhitaverkenfi í Eþíópíu sem er álíka stórt að umfangi og Hellisheiðarvirkjun.
Jay Nathwani, yfirmaður  jarðhitamála hjá bandaríska orkumálaráðuneytinu ræddi  um samvinnu Íslands og Bandaríkjanna á jarðhitasviðinu. Þar eru miklir möguleikar á samvinnu. Ríkistjórn Obama hefur lagt mikið í metnaðarfullar áætlanir til 2030.Sjá myndir hér að neðan.