Fréttir & viðburðir

14.11.2019Alþjóðadagur viðskiptalífsins 11.11.2019

Alþjóðadagur viðskiptalífsins fór fram í fyrst sinn þann 11. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica.

06.11.2019San Francisco 3.-6. nóvember 2019

Sérlega áhugaverð ferð Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins, í samvinnu við IACC og Aðalræðisskrifstofu Íslands í N.Y. var farin til San Francisco 3.-6. nóvember.

21.10.2019Alþjóðadagur Viðskiptalífsins

Hvernig verður fyrirtækið þitt árið 2030?

16.10.2019Fögnuður í tilefni útkomu skáldsögunnar Innflytjandinn

Þriðjudaginn 29. október kl. 17 fögnum við útkomu skáldsögunnar Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Ásmundarsal, Freyjugötu 41.

09.10.2019Vel heppnaður hádegisverðarfundur á Degi Leifs Eiríkssonar

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hélt upp á Dag Leifs Eiríkssonar þann 9. október með vel heppnuðum hádegisverðarfundi um stöðuna í bandarískum stjórnmálum.

02.10.2019Dagur Leifs Eiríkssonar - Amerísk stjórnmál og borgari

Í ár höfum við fengið tvo sérfræðinga, David Livingston og Albert Jónsson til að fjalla um bandarísk stjórnmál á hádegisverðarfundi 9. október í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, jarðhæð, kl. 12:00.

18.09.2019New York Steikarkvöldverður AMÍS 2019

New York Steikarkvöldverður Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. september 2019 og tókst einstaklega vel, sem endranær. Við þökkum öllum gestum fyrir samveruna.

12.07.2019Steikarkvöldverður AMÍS 2019

Helsti samkvæmisviðburður ársins, New York Steikarkvöldverður AMIS fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, laugardaginn 7. september.

10.07.2019Viðskiptasendinefnd til San Francisco 3.-6. nóvember 2019

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til San Francisco í samstarfi við Íslensk-ameríska viðskiptaráðið og viðskiptafulltrúa Íslands í Norður – Ameríku.

03.04.2019Netöryggi

Fimmtudaginn 11. apríl n.k. kl. 08:30 er félögum Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins boðið til morgunfundar AMÍS, Fulbright og Sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi. Sachin Shetty, aðstoðarprófessor við Virginia Modeling, Analysis, and Simulation Center mun flytja erindið "Showcasing Industry-Academia Partnership" ásamt því að deila af víðtækri reynslu sinni og þekkingu. Fundurinn er í Borgartúni 35, 1. hæð.

12.02.2019Stjórnarfundur AMIS

Nýafstaðinn er stjórnarfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.

10.01.2019Aðalfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins

Aðalfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 16:00 í Borgartúni 35. 1. hæð, Hylur.

03.11.2018Hefðbundin bandarísk þakkargjörð

Laugardaginn 17. nóvember verður Þakkargjörðarhátíð Félags fyrrverandi Fulbright styrkþega haldin í veislusal Þróttar að Engjavegi 7.

05.10.2018Dagur Leifs Eiríkssonar

Tómas Tómasson, frumkvöðull og landkönnuður verður með erindi á Degi Leifs Eiríkssonar 9. október kl. 12:00 í Borgartúni 35.

04.10.2018Bíókvöld AMÍS í boði Sambíóa - A Star is Born

Sambíóin buðu félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í bíó á myndina A Star is Born.

10.09.2018Steikarkvöldverður 2019

Árlegur steikarkvöldverður fór fram 8. september.

27.08.2018Bandaríkjaforseti hefur útnefnt nýjan sendiherra á Íslandi

Forseti Bandaríkjanna hefur útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

20.08.2018What StartUp Investors Want

Húsfylli á sameiginlegum morgunfundi AMÍS, FKA og Bandaríska sendiráðinu með Monicu Dodi, stofnanda Women's Venture Capital Fund.

14.08.2018Morgunfundur: What Start Up Investors Want

Félögum Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins er boðið til morgunfundar AMÍS, FKA og Sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi með athafnakonunni Monica Dodi. Fundurinn er í Borgartúni 35, 1 hæð þann 16. ágúst kl. 08:30.

14.05.2018Aðalfundur AMÍS: lagabreytingar og framboð til stjórnar

Við minnum á áður auglýstan aðalfund Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins sem haldinn verður miðvikudaginn 16. maí k. 15:30 í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík.

09.05.2018Aðalfundur: Stjórnendur í vanda

Fyrirlesari og sérlegur gestur á aðalfundi AMÍS verður Davía Temin, almannatengill og sérfræðingur á sviði orðspors- og krísustjórnunar. Fundurinn fer fram í Hannesarholti, Grundarstíg 10 n.k. miðvikudag 16. maí kl. 16:00.

08.05.2018Chicago

AMIS, IACC og viðskiptafulltrúi Íslands í Norður Ameríku þakka fyrir einstaklega vel heppnaða heimsókn til Chicago 29. apríl til 2. maí.

28.02.2018Viðskiptasendinefnd til Chicago 29. apríl – 2. maí

Viðskiptasendinefnd til Chicago 29. apríl – 2. maí Í ferðinni munum við heimsækja áhugaverð fyrirtæki og eiga fróðlega fundi. Með í för verður, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

03.01.2018Nordic Innovation House í New York

Frábært tækifæri fyrir fyrirtæki í skapandi greinum

10.11.2017Bíókvöld AMÍS í boði Sambíóa - Only the Brave

Bíókvöld AMÍS í boði Sambíóa - Only the Brave Sambíóin buðu félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í bíó miðvikudaginn 1. nóvember kl. 21:00 í...

06.11.2017Hádegisverðarfundi aflýst vegna ófærðar

Hádegisverðarfundi AMÍS með ráðgjöfum Trump er aflýst vegna ófærðar í flugsamgöngum. AMÍS hlakkar til að halda viðburðinn síðar í vetur þegar fyrirlesararnir eru á landinu.

02.11.2017Ráðgjafar Trump á AMÍS hádegisverðarfundi 6. nóv

Donald Trump hefur setið á forsetastóli í tæpa tíu mánuði en forsetatíð hans hefur einkennst af óróa og miklum átökum. Við heyrum reglulega fréttir af erfiðleikum forsetans, togstreitu innan starfsliðs hans, sem og á milli hans og flokksmanna í Repúblíkanaflokknum.

02.10.2017Dagur Leifs Eiríkssonar - Hádegisverðarfundur 9. október

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða mun ræða þessar og fleiri spurningar á hádegisverðarfundi AMÍS á degi Leifs Eiríkssonar, mánudaginn 9. október næstkomandi. Fundarstjóri er Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður erlendra fjárfestinga hjá Íslandsstofu.

09.09.2017Hinn árlegi steikarkvöldverður AMÍS

Hinn árlegi steikarkvöldverður AMÍS fór fram þann 9. september. Við þökkum Ölgerðinni Ölgerðin Egill Skallagrímsson fyrir glæsilegan fordrykk og gestum öllum fyrir samveruna.  Hægt er að skoða myndir...

16.05.2017Ný stjórn kjörin á aðalfundi AMIS

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var gestur aðalfundar AMIS. Bauð hann upp á gott samtal um þau tækifæri sem eru að myndast í viðskiptum yfir Atlantshafið. Halla Tómasdóttir kemur ný inn í stjórn AMIS.

08.05.2017Eru að myndast ný tækifæri í viðskiptum yfir Atlantshafið?

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra, flytur erindi um tækifæri í samskiptum við Bandaríkin og þau viðskiptatækifæri sem gætu verið að myndast yfir Atlantshafið.

18.04.2017Aðalfundur 15. maí - Guðlaugur Þór utanríkisráðherra gestur fundarins

Stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 15. maí 2017 kl. 11:30 á Satt Natura hotel. Að loknum aðalfundi hlýðum við á erindi utanríkisráðherra.

21.03.2017Skráning: Washington D.C. 8. – 10. maí 2017

Amerísk íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Washington DC í samstarfi við Íslensk ameríska viðskiptaráðið, sendiráð Íslands í Washington og viðskiptafulltrúa Íslands í Bandaríkjunum. Með í för verður Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra og mun Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, taka þátt í dagskránni.

13.03.2017Fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði afnumin

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið vekur athygli á tilkynningu fjármálaráðuneytisins um afléttingu hafta. Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Þótt höftin hafi verið nauðsynleg hefur hlotist talsverður kostnaður af þeim, sérstaklega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau töluverð áhrif á daglegt líf fólks. Atvinnulífið hefur einnig þurft að glíma við takmarkanir á fjárfestingu í erlendri mynt og skilaskyldu gjaldeyris.

08.03.2017Velheppnaður fundur með Guðmundi í Google Assistant

Í gærmorgun fór fram morgunverðarfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka atvinnulífsins með Guðmundi Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant. Guðmundur lýsti því nýsköpunarumhverfi sem hann býr við hjá Google í Kísildalnum í Kaliforníu og bar saman við Ísland. Hann rýndi jafnframt í áskoranir Íslands gagnvart þeirri tæknibyltingu sem stendur yfir á sviði raddstýringar alls kyns tækja og tóla.

17.02.2017Viðskiptasendinefnd: Washington DC 8. – 10. maí 2017

Amerísk íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Washington DC í samstarfi við Íslensk ameríska viðskiptaráðið, sendiráð Íslands í Washington og viðskiptafulltrúa Íslands í Bandaríkjunum. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fræðast um stöðu og horfur í þessu mikilvægasta hagkerfi heims.

15.02.2017Hvað segir Google um Ísland?

Á morgunverðarfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins og Samtaka atvinnulífsins, þriðjudaginn 7. mars kl. 8.30-10 Í Hörpu, verður kynntur til sögunnar sá Íslendingur sem þekkir hvað best til nýsköpunar tæknirisanna Google og Apple. Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Google Assistant, mun lýsa því nýsköpunarumhverfi sem hann býr við hjá Google í Kísildalnum í Kaliforníu og hvað Íslendingar geta gert betur.

30.01.2017Kynning á Costco fyrir meðlimi AMIS - fimmtudaginn 9. febrúar

Bandaríski heildsölurisinn Costco opnar verslun í Garðabæ á næstu vikum og þykir ljóst að innkoma þeirra á íslenskan markað muni hafa mikil áhrif. Stjórnendur Costco munu kynna fyrirtækið og áætlanir þeirra á Íslandi fyrir meðlimum AMÍS fimmtudaginn 9. febrúar, kl. 09:00-10:30 á Hilton Nordica Vox Club.

20.01.2017Ríkisstjórn TRUMP: Stefnan og fólkið á bakvið forsetann

AMIS býður til fundar fimmtudaginn 26. janúar sem bindur lokahnútinn á fundaröð í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Við rýnum í viðfangsefni Donald Trump, stefnu hans og starfsteymið á bakvið forsetann.

13.01.2017AMIS félögum boðið á La La Land (uppselt - skráning á biðlista)

Sambíóin bjóða félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í bíó miðvikudaginn 18. janúar. La La Land sló met á Golden Globe verðlaununum í ár þegar hún hlaut verðlaun í öllun flokkunum sem hún var tilnefnd í, alls 7 talsins.

02.01.2017Myndir frá samtali við Ólaf Jóhann

Myndir frá samtali Kristjáns Kristjánssonar, fjölmiðlamanns, við athafnamanninn og rithöfundinn, Ólaf Jóhann Ólafsson eru nú aðgengilegar á Facebook-síðu Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Smartland mætti einnig á viðburðinn og gerði honum góð skil í máli og myndum. Sjá frétt á vef mbl.is hér.

13.12.2016Síðdegisfundur - Tveir heimar Ólafs Jóhanns

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður þér á samtal Kristjáns Kristjánssonar, fjölmiðlamanns, við Ólaf Jóhann Ólafsson, athafnamann og rithöfund, um viðburðaríkan feril hans og umbyltingar í fjölmiðlaheimi vestanhafs. Samtalið fer fram í höfuðstöðvum Arion banka þriðjudaginn 20. desember kl. 17.

14.11.2016Fulbright þakkagjörðarhátíð þann 19. nóv

Félag Fulbright styrkþega og #Fulbright stofnunin á Íslandi blása til árlegrar þakkargjörðarhátíðar þann 19. nóvember til styrktar íslenskum námsmönnum í Bandaríkjunum.

14.11.2016Myndir frá kosningafundi

AMÍS, Alþjóðamálastofnun HÍ og LOGOS stóðu að opnum fundi um úrslit forsetakosninganna miðvikudaginn 9. nóvember sl. Þátttakendur í dagskrá voru Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Sigríður Á. Andersen, alþingismaður.

02.11.2016Opinn fundur um niðurstöðu forsetakosninganna

Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 8.30-10.00 fer fram opinn fundur um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Sérfræðingar og áhugamenn um bandarísk stjórnmál munu fara yfir úrslitin og ræða framtíðaráherslur í bandarískum stjórnmálum.

26.10.2016AMÍS býður í bíó 3. nóvember

Sambíóin bjóða félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í bíó fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19.30 í Egilshöll á myndina The Accountant. The Accountant fjallar um stærðfræðinginn Christian Wolff sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Hann notar litla endurskoðunarskrifstofu sem yfirvarp fyrir störf sín sem endurskoðandi hættulegustu glæpasamtaka heims.

13.10.2016Stjórnmál og alþjóðaviðskipti frá sjónarhorni Repúblikana og Demókrata

AMIS í samstarfi við bandaríska sendiráðið býður til opins fundar um kosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálaráðgjafarnir Scott Klug ogLawrence LaRocco fjalla um kosningabaráttuna frá sjónarhornum Repúblikana og Demókrata mánudaginn 17. október kl 12.00-13:00.

11.10.2016Húsfyllir í Silfurbergi með Oliver Luckett

Um 200 meðlimir og gestir AMIS og Íslandsstofu mættu í Silfuberg í Hörpu í dag til að hlýða á bandaríska samfélagsmiðla gúrúinn Oliver Luckett í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar. Sá dagur hefur verið haldinn hátíðlegur 9. október síðan 1964 en Leifur, er á heimasíðu Hvíta hússins sagður sonur Íslands og sonarsonur Noregs sem sigldi yfir Norður-Atlantshafið fyrir rúmlega þúsund árum og tók land í Kanada.

03.10.2016Oliver Luckett: A Radical Understanding of Social Media to Transform Your Business and Life

Í tilefni af degi Leifs Eiríkssonar munu Amerísk-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) og Íslandsstofa halda hádegisfyrirlestur með Oliver Luckett í Silfurbergi B i Hörpu. Oliver hefur stjórnað markaðssetningu á samfélagsmiðlum með bæði heimsþekktum vörumerkjum, kvikmyndastjörnum og tónlistarmönnum. Vinsamlegast athugið nýja staðsetningu.

19.09.2016Vel heppnað steikarkvöld - MYNDIR

Þéttskipuð skemmtidagskrá var í boði á hinum árlega steikarkvöldverði AMIS. Hér birtum við nokkrar myndir sem fanga stemninguna. Á næstunni sendum við ykkur dagsetningu fyrir Steikardinner 2017.

12.08.2016Forsetakosningarnar í USA: Hillary vs. Trump - Skráning

Miðvikudaginn 24. ágúst n.k. verður haldinn opinn fundur um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á vegum AMIS. Fundurinn ber yfirskriftina Hillary vs. Trump og eru allir velkomnir en skráning er nauðsynleg. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12-13.

30.06.2016Hið árlega steikarkvöld AMIS verður 10. september - Skráning

AMIS býður félögum sínum að taka þátt í árlegu New York kvöldi laugardaginn 10. september. Sem fyrr verður boðið upp á einstaka upplifun í mat og drykk, auk þéttskipaðrar skemmtidagskrá þar sem atvinnumenn stíga á stokk og skemmta veislugestum. Páll Óskar mætir ásamt föruneyti sínu, Ari Eldjárn skemmtir, Logi Bergmann stýrir veislunni auk þess sem leynigestur mætir á svæðið. Borðapöntun er hafin

24.05.2016Öryggi, eftirlit og varnarmál rædd í kjölfar aðalfundar - myndir

Aðalfundur AMIS haldinn var í gær. Stjórn ráðsins lagði til tvær breytingar á samþykktum félagsins og þrír stjórnarmenn voru endurkjörnir. Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum héldu Björn Bjarnason og Guðni Th erindi um öryggi, eftirlit og varnarmál á Norðurslóðum.

18.05.2016Öryggi, eftirlit og varnarmál: Þróun á Norðurslóðum og staða Íslands í breyttum heimi

Mánudaginn 23. maí kl. 12:00 býður AMIS til hádegisverðarfundar á Grand hóteli í Reykjavík þar sem málefni norðurslóða verða skoðuð út frá ólíku sjónarmiði. Fundurinn er í beinu framhaldi af aðalfundi. Aðalfundurinn hefst 11.30.

17.05.2016Vel heppnuð ferð til Boston

Vel heppnaðri ferð AMIS til Boston er nú lokið. Rúmlega 50 félagar tóku þátt og voru fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heimsóttar.

23.04.2016Aðalfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins mánudaginn 23. maí 2016

Stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 23. maí 2016, kl. 11:30 á Grand hóteli, Hvammi.

13.03.2016Nokkur sæti laus til Boston 8.-11.maí 2016

Dagskrá ferðarinnar er nú nánast fullmótuð. Skráning stendur yfir og félagar eru hvattir til að tryggja sér sæti hið fyrsta. Í ferðinni er áhersla á heimsóknir í fyrirtæki og áhugaverða fundi. Með í för verða m.a. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands og Robert C.Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

13.03.2016Skráning stendur sem hæst - Boston dagana 8.-11. maí

Dagskrá ferðarinnar er nú nánast fullmótuð. Skráning stendur yfir og félagar eru hvattir til að tryggja sér sæti hið fyrsta. Í ferðinni er áhersla á heimsóknir í fyrirtæki og áhugaverða fundi. Með í för verða m.a. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands og Robert C.Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

12.03.2016Nýr framkvæmdastjóri AMÍS

Hulda Bjarnadóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMIS)af Kristínu S. Hjámtýsdóttur sem hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands. Um leið og við þökkum Kristínu innilega fyrir vel unnin störf í þágu millilandaráðanna bjóðum við Huldu velkomna til starfa.

23.02.2016Forsetakosningar í USA 2016 - talið niður í SuperTuesday með Nicco Mele

AMÍS og Háskólinn í Reykjavík bjóða til fundar um stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Okkur býðst einstakt tækifæri að hlýða á einn helsta álitsgjafa bandarískra fjölmiðla og stjórnmálaskýranda Nicco Mele. Nicco Mele er virtur fyrirlesari og álitsgjafi í Bandaríkjunum, sprotafjárfestir og frumkvöðull . Hann er fyrrverandi prófessor við Harvard Kennedy School of Government og einn af æðstu stjórnendum fjölmiðlasamsteypunnar Los Angeles Times.

29.01.2016 Fundur 1. febrúar: Forsetakosningar í USA 2016 - spennan magnast

Miklar hræringar eru nú í bandarískum stjórmálum. Bernie Sanders hefur komið öllum á óvart í baráttunni um að verða forsetaefni Demókrataflokksins og barátta hans og Hilary Clinton verður mun jafnari en búist var við. Donald Trump hefur stolið sviðsljósinu hjá Repúblíkönum og stefnir ótrauður að sigri, þvert á það sem spár gerðu ráð fyrir, þó enn sé of snemmt að afskrifa Ted Cruz og aðra frambjóðendur.

08.01.2016AMIS-bíó- forsýning fyrir félaga 14.1 The Big Short

Félögum AMIS stendur til boða að mæta á forsýningu stórmyndarinnar "The Big Short", fimmtudaginn 14. janúar 2016 í SAMbíó Egilshöll. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku, en miðað er við að hvert fyrirtæki fái að´hámarki verði 10 miðar.

08.01.2016Boston 8.-11.maí 2016

skipulögð og framkvæmd af AMIS og IACC í samvinnu við Íslandsstofu og fyrirkomulagið byggir á samskonar ferð sem farin var til New York á síðasta ári. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að kynna sér strauma og stefnur er varða fjármögnun sprotafyrirtækja, nýsköpun og stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum. Með í för verða m.a. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands og Robert C.Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

29.10.2015Íslendingar vilja gera fríverslunarsamning við Bandaríkin

Framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífs á Norðurlöndum hvetja til þess að fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna verði lokið 2016 og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Ný könnun sýnir afgerandi stuðning við samninginn í öllum löndunum. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Meirihluti Íslendinga styður gerð samningsins en aðeins 7% er því mótfallinn. Í sameiginlegri grein framkvæmdastjóranna segja þeir að fríverslunarsamningurinn muni hafa jákvæð áhrif fyrir alla – bæði neytendur og fyrirtæki. Hagvöxtur muni aukast og störfum fjölga í löndunum fimm. Lítil og meðalstór fyrirtæki munu þó hagnast mest og eru stjórnendur þeirra jákvæðastir í garð samningsins.

12.10.2015Baltasar Kormákur á fundi ráðsins; að færa bandariska kvikmyndagerð til Íslands

Á fjölsóttum fundi á Kex hosteli með Baltasar Kormáki ræddi hannfjár­mögn­un stórra bíó­mynda, mögu­leika Íslend­inga í alþjóðleg­um kvik­mynda­heimi og þau miklu áhrif sem auk­in tengsl við banda­ríska kvik­myndaiðnaðinn geta haft á Íslandi

05.10.2015Hádegisfundur með Baltasar Kormáki:Frá Hofi til Hollywood

AMIS býður félögum og vinum ráðsins til spennandi hádegisfundar á degi Leifs Eiríkssonar 9. október kl 12.00 með Baltasar Kormáki, leikstjóra og framleiðanda en hann frumsýndi nýlega stórmyndina Everest á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

25.09.2015Pallborðsumræðum á RIFF um fjárfestingar og fjármögnun í kvikmyndaheiminum

Í tengslum við RIFF, alþjóðlegur kvikmyndahátíðina er boðið upp á pallborðsumræður um fjárfestingar og fjármögnun í kvikmyndaheiminum, mánudaginn 28. september kl. 13-15 í Norrænahússinu Bandaríski fjárfestinga- og dreifingarráðgjafinn Rob Aft,tekur þátt.

21.09.2015Vel heppnað New York kvöld

Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna á NY-kvöldið okkar. Við erum í skýjunum yfir þvi hversu vel tókst til og vonum að þið hafið notið kvöldsins jafn vel og við..

12.08.2015New York kvöld 19. sept- allt að fyllast!

Félagar ráðisins hafa tekið vel við sér og skráð sig fyrir borði á New York kvöldið þann 19. september. Nú þegar hafa flest stærstu fyrirtækin tryggt sér borð og er vel bókað. Ekki missa af kvöldi sem stefnir í að verða viðburður ársins!

30.06.2015New York kvöld AMIS 19.september- takið kvöldið frá!

AMIS býður félögum sínum að taka þátt í glæsilegu New York kvöldi laugardaginn 19. september . Hvert borð tekur 10 gesti en hægt er að panta fyrir einn gest og allt upp í 100! Kjörið tækifæri til að upplifa hreina og tæra ameríska stemmningu í mat og drykk í hópi góðra viðskipavina og samstarfsfólks. Við mælum með því að þú tryggir þér borð fyrir þig og þina sem fyrst, þvi fyrstur kemur fyrstur fær!

27.05.2015Ari Fenger nýr í stjórn ráðsins

Á aðalfundi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins ( AMIS) sem haldin var fyrr í dag, var Ari Fenger kjörinn í stjórn ráðsins í stað Jóns Hákons Magnússonar sem lést á síðasta ári. Aðrar breytingar urðu ekki á stjórn. Birkir Hólm Guðnason , Icelandair er formaður ráðsims og Gylfi Sigfússon Eimskip, varaformaður. Aðrir stjórnarmenn, auk Ara, eru Sigsteinn P. Grétarsson Marel, Pétur Þ. Óskarsson Símanum, Sigríður Á. Andersen LEX, Margrét Sanders Deloitte og Steinn Logi Björnsson frá Blue Bird.

22.05.2015Hádegisverðarfundur 27.05 : Verður það Clinton vs. Bush ?

Clinton vs Bush? Ekkert bendir til annars en að forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016 verði jafn spennandi og áður. Halda demókratar Hvíta húsinu og kjósa Bandaríkjamenn konu sem forseta í fyrsta sinn? Verður það Clinton vs. Bush? AMÍS býður til fundar um bandarísk stjórnmál og forsetakosningarnar 2016 með völdum sérfræðingum.

24.04.2015Aðalfundur 27. maí- takið daginn frá!

Aðalfundur AMIS verður haldinn miðvikudaginn 27.maí Fundarstaður: Reykjavik Natura (Loftleiðir). Nákvæm dagskrá dagsins verður send út innan tíðar

20.04.2015Styttist í viðskiptaferð til New York- fullt er í ferðina

Vel á fjóðatug einstaklinga og fyrirtækja taka þátt í ferð ráðsins til New York í næstu viku

16.03.2015Viðskiptaferð: Dagskrá í New York

Framundan er ferð til New York sem AMIS og Íslensk-ameríska viðskiptaráðið í samvinnu við Íslandsstofu skipuleggja. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í hugmyndir og framtíðarspá leiðandi einstaklinga og fyrirtækja í bandarísku viðskiptalífi.

05.03.2015Viðskiptaferð til New York, 29.apríl með fjármálaráðherra

Bandaríkin eru mikilvægasta efnahagsveldi heimsins. Efnahagsþróun þar hefur mikil áhrif á heimsbúskap og þar með á Ísland. Amerísk íslenska viðskiptaráðið undirbýr nú heimsókn til New York þar sem sjónum verður beint að efnahagsumhverfi í Bandaríkjnum í náinni framtíð. Ferðin er skipulögð og framkvæmd af AMIS og IACC í samvinnu við Íslandsstofu. Í ferðinni gefst einstakt tækifæri til að fá innsýn í hugmyndir leiðandi aðila í bandarísku viðskiptalífi um framtíðarhorfur í bandarísku viðskiptalífi.

03.03.2015College Day Reykjavík Kynning á bandarísku háskólanámi 20. mars 2015 kl. 14-17

Föstudaginn 20. mars næstkomandi verður haldin kynning á háskólanámi í Bandaríkjunum, College Day Reykjavík, í húsnæði Háskólans í Reykjavík.

10.02.2015Útflutningur frá Íslandi til Norður Ameríku jókst árið 2014

Ný samantekt um útflutning frá Íslandi til Bandaríkjanna og Kanada árið 2014 var kynnt á dögunum.

05.02.201510.02- Morgunfundur: Netið og mögulegar ógnir

AMIS býður til morgunfundar um ógnir á netöryggi. Margir spá þvi að árásir á netkerfi muni verða hluti af átökum framtíðarinnar. Með því að lama tölvukerfi í gegnum netið megi lama mikilvæga innviði á borð við orku- og vatnsveitur, verksmiðjur, flugvelli og fjármálastofnanir.

06.01.2015AMIS forsýning fyrir félaga á American Sniper í Egilshöll, 22.janúar

Félögum AMIS stendur til boða að mæta á forsýningu stórmyndarinnar "American Sniper", fimmtudaginn 22. janúar

10.10.2014Fríverslunarsamningar milli ESB og Bandaríkjanna á næstu grösum

Það er raunhæft að ætla að samningum um fríverslunarsáttmála milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins ljúki á næsta ári, segir Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans Atlantic Buissness Council, hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandarikjunum og Evrópu.

03.10.2014Situr Ísland eftir? Fundur um Fríverslunarsamning USA og ESB þann 9. október

Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar um fyrirhugaðan fríverslunar- og fjárfestingasamning Bandaríkjanna og Evrópusambandsins (TTIP), sem verður einn umfangsmesti viðskiptasamningur sögunnar ef hann fæst samþykktur. Ræðumaður verður Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Business Counsil (TABC), hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og Evrópu, en Tim hefur m.a. tekið þátt í gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga fyrir hönd Bandaríkjanna.

08.09.20149. október- hádegisverðarfundur um TTIP

Á degi Leifs heppna, 9. október, boðar AMÍS til hádegisverðarfundar um TTIP. Ræðumaður verður Tim Bennet framkvæmdastjóri Trans-Atlantic Business Counsil (TABC), hagsmunasamtaka alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar...

08.09.2014Þakkargjörðarkvöldverður 21 nóvember

Föstudaginn 21. nóvember nk. heldur Félag Fulbright styrkþega sinn árlega þakkargjörðarkvöldverð. Glæsileg kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi og mikið fjör – ekki missa af þessu, taktu kvöldið strax frá.

01.09.2014Fundur 3. september: Landvinningar vestanhafs- íslenskt hugvit

Miðvikudaginn 3. september er fyrsti morgunverðarfundur haustsins. Hann verður haldinn á Grand Hótel kl 8.30. Yfirskrift fundarins er "landvinningar vestanhafs - íslenskt hugvit". Meðal þess sem farið verður yfir hver er munurinn sé á að reka fyrirtæki á Íslandi og í Bandaríkjunum? Hvað þarf til að hasla sér völl þar? Nokkrir af helstu sérfræðingum okkar í upplýsingatækni deila reynslu sinni á fundinum

01.09.2014International Chamber Cup 2014

Alþjóðlegt golfmót millilandaráðanna og Viðskiptaráðs fór fram í gær í blíðskaparviðri á Korpúlfsstaðavelli. Í liðakeppni mótsins, Chamber Cup, var keppt um forláta...

22.08.2014Is Bárðarbunga the new Eyjafjallajökull?

In 2010, Eyjafjallajökull made a lot of headliners. Since last Saturday, it´s Bárðarbunga everyone is talking about.

21.08.2014Fulbright Listagleði í bandaríska sendiráðinu á Menningarnótt

Fulbright stofnunin og bandaríska sendiráðið, ásamt nokkrum íslenskum listamönnum sem hlotið hafa Fulbright styrk á undanförnum árum, bjóða til listagleði þar sem tónlist og sjónlist verða í...

15.05.2014Skráning á fundinn hér- Ísland séð með augum Bandaríkjamanna

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, sem haldinn verður í höfuðstöðvum Marels í Garðbæ miðvikudaginn 21. maí. Frítt er á fundinn.

15.05.201421.05- Aðalfundur og síðdegisfundur- Viðhorf Bandaríkjamanna til Íslands

Aðalfundur ráðsins verður haldinn 21. maí kl 16.30. Í beinu framhaldi verður síðdegisfundur.Þar gefst einstakt tækifæri til að hlýða á sérfræðinga frá Bandaríkjunum fjalla um stöðu Íslands, ímynd landsins, vöru og þjónustu meðal bandarískra neytenda. Hvaða breytingar hafa orðið undanfarin ár?

04.03.2014Kynning á bandarískum háskólum 4. apríl – Taktu daginn frá!

Fulbright stofnunin, í samvinnu við bandaríska sendiráðið, Versló og AMÍS, býður til háskólakynningar föstudaginn 4. apríl frá 14:30-17:30 í húsnæði Verslunarskóla Íslands. Fjölmargir bandarískir háskólar senda fulltrúa sem munu kynna sína skóla og svara spurningum nemenda, en jafnframt verður boðið upp á marga fyrirlestra, þar sem m.a. verða gefin góð ráð varðandi gerð háskólaumsókna, farið yfir styrkjamöguleika, námslán og vegabréfsáritanir fyrir námsmenn.

21.02.2014Sagan af Of Monsters and Men- í Hörpu 25.febrúar kl 8.15

Morgunverðarfundur þriðjudaginn 25. febrúar kl 8.15 í Hörpu. Tónlist á sér ótal andlit og engin landamæri, hún á allstaðar við og er alltaf á heimavelli hvar sem hún heyrist. Í kvikmyndum, tölvuleikjum...

18.02.2014Fundur í Hörpu 25.02- Tónlist sem viðskipti/viðskiptin í tónlistinni

Tónlist á sér ótal andlit og engin landamæri, hún á allstaðar við og er alltaf á heimavelli hvar sem hún heyrist. Í kvikmyndum, tölvuleikjum, auglýsingum, á tónleikum, börum, dansgólfinu, hótelinu, lyftunni, flugvellinum, líkamsræktarstöðinni og í leigubílnum. Tónlistin er stór hluti skapandi greina sem verða æ veigameiri þáttur í hagkerfi Íslands, bæði beint og óbeint. Ráðið efnir til fundar um tónlist og viðskipti þar sem fjallað verður um mögulegan samhljóm þessara tveggja greina í framtíðinni.

12.02.2014AMIS sendi inn athugsemd vegna reglugerðabreytinga

Með vísan til fréttar á vefsíðu ráðuneytisins dags. 29. janúar síðastliðinn. Amerísk-íslenska viðskiptaráðið (AMÍS) fagnar því að verið sé að gera breytingar á...

24.01.2014 Leitað eftir tilnefningum til Cobb Partnership verðlaunanna

Leitað eftir tilnefningum til Cobb Partnership verðlaunanna en verðlaunin eru veitt Bandaríkjamanni sem unnið hefur farsællega að því að efla samstarf Íslands og Bandaríkjanna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins.

15.01.2014Vel sóttur fundur um viðskiptahindranir , þar sem rætt var um tolla, vörugjöld og merkinga

Mörg dæmi eru um að regluverk frá Evrópusambandið sé innleitt hér á landi í gegnum EES-samninginn með strangari og ítarlegri hætti en þörf er á. Þannig hefur verið til að mynda tilhneiging til þess að miða við lægstu mörk þegar vikmörk er gefið í regluverkinu til að mynda vegna magns ákveðinna efna í matvælum og þannig þrengt að framleiðendum í meira mæli en krafa er gerð um.

08.01.2014Fundur 14.01:Hindranir í viðskiptum milli Íslands og Bandríkjanna

AMIS býður til morgunverðarfundar um hindranir í viðskiptum milli Íslands og Bandaríkjanna.Eru hindranir í innflutningi tæknilegar eða málefnalegar? Eru hindranir óhjákvæmilegar vegna aðildar Íslands að EES-svæðinu? Hverjar eru afleiðingar hindrana? Eru sérstök álitaefni varðandi innflutning matvæla? Raunveruleg dæmi um hindranir í innflutningi

20.12.20132014- takið 14. janúar frá!

AMIS hefur nýtt ár með morgunverðarfundi á hótel Natura þriðjudaginn 14. janúar kl 8.30-10.00 Hindranir í viðskiptum milli Íslands og Bandaríkjanna • Eru hindranir í innflutningi tæknilegar eða málefnalegar? • Eru hindranir óhjákvæmilegar vegna EES réttar? • Hverjar eru afleiðingar hindrana? • Eur einhver álitaefni varðandi innflutning matvæla? • Raunveruleg dæmi um hindranir í innflutningi

12.11.2013Fundur 18.11- Markaðssetning á samfélagsmiðlum

Amerísk- íslenska viðskiptaráðið ( AMIS) Íslensk- ameríska víðskiptaráðið ( IACC) og Iceland Naturally bjóða til síðdegisfundar á Nordica þann 18. nóvember um samfélagsmiðla og markaðssetning á netinu Yfirskrift fundarins er Mobile & Social Media Marketing: Trends That Can't Be Ignored

04.11.2013Þakkargjörðarkvöldverður 23. nóvember í Hilton Nordica

Þakkargjörðarkvöldverður verður haldinn á Hilton Nordica þann 23.nóvember næstkomandi á vegum Félags fyrrum Fulbright styrkþega (FFSÍ). Kvöldverðurinn er liður í fjáröflun fyrir námsstyrki fyrir nemendur á leið til Bandaríkjanna í framhaldsnám, en er einnig frábært tækifæri til að koma saman, borða góðan þakkargjörðarmat og hitta aðra sem hafa tengsl við Bandaríkin á einhvern hátt.

03.11.2013Hádegisfundur 4. nóvember:Hvernig fjalla fjölmiðlar um regluvæðingu fjármálamarkaða?

Samtök fjárfesta, AMIS og Háskóli Íslands standa fyrir hádegisfundi með Mark Schoeff blaðamanni hjá viðskiptatímaritinu Investment News Washington

14.10.2013Spennandi viðskiptaferð framundan til Seattle og Anchorage

Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á fyrirtækjaheimsóknir til Boeing, Microsoft, Amerikan Seafood og Trident í einni ferð. Í fyrsta skipti í langan tíma hefur verið skipulögð viðskiptaferð til Seattle, þar sem sett hefur verið saman afar áhugaverð dagskrá. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiðir sendinefndina.

09.10.2013Viðskiptasögur af Westan- fundur á Degi Leifs Eiríkssonar mjög áhugaverður

Fundur AMIS á Degi Leifs Eiríkssonar gekk vel.Á fundinum var rætt um þau tækifæri sem bjóðast íslenskum fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hvernig er hægt að nýta tækifærin og hvað beri að varast. Fyrirlesarar voru Hilmar Veigar Pétursson hjá CCP, Árni Harðarsson hjá Alvogen og Sveinn Sölvason frá Össuri.

07.10.2013Tækifæri í ljósi reynslunnar - landnám fyrirtækja í Bandaríkjunum

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður þér til morgunverðarfundar á Grand Hótel þann 9. október nk., á degi Leifs Eiríkssonar. Á fundinum munu fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem náð hafa fótfestu í Bandaríkjunum lýsa reynslu sinni og þeim möguleikum sem bjóðast vestanhafs.

17.09.2013Afar góð mæting á fund með Whole Foods og Lifandi markaði

Mjög góð þátttaka var á fundinum með Whole Food Market og Lifandi Markaði fyrr í dag. Yfir 70 gestir hlýddu á áhugaverð erindi Arndísar Thorarensen annars vegar og Juliu Obici og John Blair frá Whole Foods hinsvegar.

13.09.2013Eru tækifæri fyrir íslensk matvæli í Bandaríkjunum?

Skráning gengur vel á morgunverðarfund ráðsins þriðjudaginn 17. sepember á Radisson Blu Hótel Sögu. Spennandi verður að heyra hvað Whole Foods Market hefur að segja um samvinnuna við íslenska framleiðendur.

10.09.2013Hvað viltu borða? Viðskiptin og hollustan-reynsla Whole Foods

SKRÁNING Á FUNDINN STENDUR YFIR. Þriðjudaginn 17. september stendur Amerísk- íslenska viðskiptaráðið (AMIS) fyrir morgunverðarfundi á Radisson Blu Hótel Sögu um lífræna matvælaframleiðslu og möguleg tækifæri hér á landi á þvi sviði. Möguleika íslenskrar framleiðslu í Bandaríkjunum. Sérstakir gestir fundarins eru þau Julia Obici einn af yfirmönnum Whole Foods Market í Bandaríkjunum og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Arndis Thorarensen frá Lifnadi Markaði og John Blair Gordon frá Natway.

07.08.2013Viðskiptaferð til Seattle í nóvember

Dagana 6.-9. nóvember stendur AMIS fyrir viðskiptaferð til Seattle. Sendinefndina leiðir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Að ferðinni standa Amerísk íslenska viðskiptaráðið( AMIS) , Íslensk- ameríska viðskiptaráðið(IACC) í samvinnu við Íslandsstofu, Systraborgarsamtök Seattle og Reykjavikur, Sendirráð Íslands í Bandaríkjunum og Bandaríska Sendiráðið. Samstarfsaðilar í Seattle eru Seattle Trade Development Alliance og Seattle Chamber of Commerce.

30.05.2013Uppbygging við höfnina

Íslenski sjávarklasinn er í stuttu máli samstarfsvettvangur fyrirtækja í haftengdri starfsemi á Íslandi sem hefur það að markmiði að auka virði þeirra fyrirtækja sem starfa í klasanum. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 á grundvelli svokallaðrar klasafræði sem hefur á síðustu árum sótt í sig veðrið á meðal fræðimanna, fyrirtækja og stjórnvalda, sem tól til þess að auka verðmætasköpun innan landsvæða og atvinnugreina.

24.05.2013Fyrirtækjaheimsókn: Hús Sjávarklasans 28 maí

AMIS býður til fyrirtækjaheimsóknar næstkomandi þriðjudag, þann 28. maí kl. 17:00. Hvar: Hús Sjávarklasans, Grandagarði 16 Hvenær: Þriðjudaginn 28. maí nk. klukkan 17:00 - 18:30

23.05.2013Aðalfundur ráðsins vel sóttur-stjórn endurkjörin

Að viðstöddu fjölmenni var stjórn ráðsins endurkjörin. Eftir venjuleg aðalfundarstörf hélt Guðni Th. Jóhannesson, rithöfundur og sagnfræðingur afar skemmtilegt erindi sem bar yfirskriftina; Finding America, losing Iceland. The history of U.S.-Icelandic relations, 1000-2013

23.05.2013Luis E. Arreaga heiðursfélagi ráðsins

Á aðalfundi ráðsins var Luis E.Arraga, sendiherra Bandaríkjanna gerður að heiðursfélaga AMIS. Hann hefur unnið ötullega að framgangi AMIS , allt frá endurstofnun ráðsins fyrir einu ári. Um leið og hann þakkaði heiðurinn sagði hann að eitt af því mikilvægasta sem gerst hefði í samskipum þjóðanna á liðnum árum var endurstofun og starf AMIS á liðnu ári.

21.05.2013Hádegisfundur um samkipti Islands og Bandaríkjanna

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og rithöfundur flytur aðalerndi fundarins en hann ræðir um Finding America, losing Iceland. The history of U.S.-Icelandic relations, 1000-2013. Dagskrá:Birkir Hólm Guðnason formaður býður...

21.05.2013Aðalfundur AMIS á morgun 22. maí kl 11.30 - Hilton Nordica

Miðvikudaginn 22. maí heldur AMIS sinn fyrsta aðalfund eftir endurreisn ráðsins fyrir ári, á Hilton Nordica Reykjavik og hefst hann kl 11.30.

06.05.2013Sendinefnd frá Alaska - morgunverðarfundur 15. maí

Í maí hefur Icelandair áætlunarflug á milli Anchorage, höfuðborgar Alaska, og Keflavíkur. Af því tilefni mun koma til landsins sendinefnd frá Alaska til að kynna sér möguleg viðskiptatækifæri milli Íslands og Alaska. Í sendinefndinni er m.a. borgarstjóri Anchorage og formaður Viðskiptaráðs borgarinnar ásamt fleiri góðum gestum

02.05.2013Aðalfundur 2013

Aðalfundur AMIS þann 22. maí kl 11.30-13.00

03.04.2013Háskólakynning á vegum AMIS og Fulbright

Föstudaginn 12. apríl fer fram kynning á 15 bandarískum háskólum í Verzlunarskóla Íslands frá kl 15.00-18.00

25.03.2013Kynning á Alaskaævintýrum Jón Ólafssonar ritstjóra, á Samlokufundi AMIS heppnaðist vel

Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Kanada, flutti inngangsorð en Karl Th. Birgisson rak sögu hans, sem væntanleg er á bók.  Þetta var skemmtilegur fundur um Fáskrúðsfirðing sem fæddur...

19.03.2013Samlokufundur AMIS 22.mars kl 12.00-13.00

Föstudaginn 22. mars boðar AMIS til samlokufundar. Efni fundarins er kynning á Alaskaævintýrum Jón Ólafssonar , þar sem Karl Th. Birgisson, ritstjóri rekur sögu hans, sem væntanleg er á bók.

18.03.2013Landbúnaður verði erfiðasti hjallinn

„Við sjáum mikil tækifæri í þessu og Bandaríkin eru gríðar lega mikilvægur markaður fyrir Ísland,“ segir Birkir Hólm Guðnason, formaður Amerísk-íslenska verslunarráðsins.

14.03.2013Góður fundur um fyrirhugaðar viðræður ESB og USA um fríverslunarsamninga

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar segir að boðaðar viðræður um fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gríðarlega mikilvægar fyrir Ísland. Þær skipti hins vegar litlu fyrir íslensk fyrirtæki - þau geti flutt starfsemina annað. Ef samningar takast milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verður þetta umfangsmesti fríverslunarsamningur sögunnar.

08.03.2013Viðræður Bandaríkjanna og ESB um fríverslunarsamning - hagsmunir Íslands

Morgunverðar fundur AMIS þriðjudaginn 12. Mars kl 8.15-10.00 Icelandair Hotel Reykjavik Natura Skráning á neðan!

05.03.2013Vel heppnuð kynning hjá Reykjavik Geothermal

Guðmundur Þóroddsson framkvæmdastjóri Reykjavik Geothermal, bauð gesti velkomna Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ávarpar gesti og þakkaði AMIS fyrir frumkvæði að bjóða félögum ráðsins á kynningu hjá Reykjavik Geothermal (RG).

27.02.2013Reykjavik Geothermal þann 4. mars kl 17.00 - Fyrirtækjaheimsókn AMIS

AMIS býður til fyrirtækjaheimsóknar næstkomandi mánudag, þann 4. mars kl 17.00 Fyrsta heimsókn ársins til Eimskips tókst afar vel. Það er ráðinu þvi heiður að bjóða félögum og vinum ráðsins til næstu heimsóknar og mótttöku til nýs félaga ráðsins; Reykjavik Geothermal.

25.01.2013Yfirlýsing frá AMIS- Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu

Bandaríska strandgæslan hótar að loka höfnum yrir Ameríkuskipum Eimskips

24.01.2013Hillary Clinton sendir forstjóra Alcoa Fjarðaáls heillaóskir

Í kjölfar þess að forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Janne Sigurðsson, hlaut nýlega bandarísku Stevie-gullverðlaunin, sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku hefur Hillary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sent Janne heillaóskir. Janne veitti viðtöku kveðju untanríkisráðherrans í móttöku sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga.

15.01.2013Góð þátttaka í fyrstu fyrirtækjaheimsókn ársins

Í gær stóð AMIS fyrir fyrirtækjaheimsókn til Eimskips fyrir félaga ráðsins.

07.01.2013Brú milli Norðurlanda og Bandaríkjanna

Um leið og við óskum ykkur velfarnaðar á nýju viljum við þakka gott samstarf á viðburðarríku fyrsta starfsári AMIS. Til að hefja árið af krafti langar okkur að bjóða ykkur í fyrirtækjaheimsókn og móttöku hjá Eimskip til að kynnast framkvæmdastjórum systursamtaka okkar á hinum Norðurlöndunum.

15.11.2012Amerískir dagar undirstrika góð samskipti Íslands og Bandaríkjanna

Í tilefni þakkargjörðarhátíðar Bandaríkjamanna fimmtudaginn 22. nóvember nk. ákvað Amerísk-íslenska viðskiptaráðið ráðið – AMIS að standa að Amerískum dögum með Hagkaup sem innleiddi fyrir mörgum árum þessa daga í verslunum sínum. Tilgangur AMIS er að nýta Ameríska daga til að undirstrika mikilvægi verslunar, viðskipta, menningar- og menntunarmála milli Íslands og Bandaríkjanna (BNA).

12.11.2012Amerískir dagar- Hádegisfundur um Norðurslóðir.

Fimmtudaginn 15.nóvember kl 12.00-13.00 mun dr. Anna Kerttula de Echave fjalla um hnattrænar breytingar á norðurslóðum á hádegisfundi í Húsi verslunar, 7. hæð.
Erindi hennar verður flutt á ensku og ber yfirskriftina:...

09.11.2012Þakkargjörðarmáltíð á Hilton Nordica þann 17.nóvember

Þann 17. nóvember heldur AMIS og Fulbright stofnunin Þakkargjörðarmáltið á Hilton Reykjavik Nordica. Það gefst fyrirtækjum að panta borð fyrir sitt fyriræki , en annars að málsverðurinn opinn almenningi. Sjá...

30.10.2012Amerískir dagar í Reykjavik, 15.-25.nóvember 2012

Dagana 15. – 25. nóvember 2012  stendur Amerísk-íslenska viðskiptaráðið  (AMIS)  fyrir Amerískum  dögum á Islandi. Markmið daganna er að beina athygli að Norður –Ameríku;  gæðavörum...

03.10.2012Í fótspor Leifs Eiríkssonar

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður þér til morgunverðarfundar þann 9. Október næstkomandi. Á fundinum munu áhugaverðir fyrirlesarar fara yfir stöðuna í samskiptum og viðskiptum þjóðanna sem hafa um áratugaskeið verið afar mikilvæg fyrir Ísland. Tækifærin eru margvísleg og á fundinum munum við heyra sýn ólíkra forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana sem hafa reynslu af viðskiptum vestur um haf.

10.09.2012„Ísland góður markaður fyrir bandarísk fyrirtæki „ – góðar umræður á fundi með Dereck Hogan

Áhugaverðar umræður á hádegisfundi ráðsins þar sem fyrrum aðstoðarmaður Colin Powell þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna , Dereck Hogan, fór yfir samskipti landanna  frá Kalda...

03.09.2012Fyrrum aðstoðarmaður Colin Powell á fundi ráðsins

Dereck Hogan, sviðstjóri skrifstofu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu mun tala á samlokufundi AMIS föstudaginn 7. september
kl 12.00-13.00 í Húsi verslunar, 7. hæð. Dereck...

31.08.2012Coco Puffs og Swiss Miss á hádegisfundi ráðsins

Á fundir ráðsins  með Mary Ellen Smith sem er sérfræðingur frá utanríkisráðuneytinu í Washington og hefur þann starfa að fylgjast með útflutningur Bandarískra fyrirtækja gangi vel fyrir sig meðal...

30.08.2012Fundur á morgun kl 12.00 með sérfræðingi frá Bandaríkjunum í tengslum við viðskiptahindranir/ merkin

Með stuttum fyrirvara tókst okkur að fá Mary Ellen Smith , sem vinnur fyrir bandarísk stjórnvöld  að því verkefni að fylgjast með  því að útflutningur frá Bandaríkjunum til annara landa gangi...