Fréttir & viðburðir

16.05.2017Ný stjórn kjörin á aðalfundi AMIS

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var gestur aðalfundar AMIS. Bauð hann upp á gott samtal um þau tækifæri sem eru að myndast í viðskiptum yfir Atlantshafið. Halla Tómasdóttir kemur ný inn í stjórn AMIS.

08.05.2017Eru að myndast ný tækifæri í viðskiptum yfir Atlantshafið?

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra, flytur erindi um tækifæri í samskiptum við Bandaríkin og þau viðskiptatækifæri sem gætu verið að myndast yfir Atlantshafið.

18.04.2017Aðalfundur 15. maí - Guðlaugur Þór utanríkisráðherra gestur fundarins

Stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 15. maí 2017 kl. 11:30 á Satt Natura hotel. Að loknum aðalfundi hlýðum við á erindi utanríkisráðherra.

21.03.2017Skráning: Washington D.C. 8. – 10. maí 2017

Amerísk íslenska viðskiptaráðið hefur skipulagt ferð til Washington DC í samstarfi við Íslensk ameríska viðskiptaráðið, sendiráð Íslands í Washington og viðskiptafulltrúa Íslands í Bandaríkjunum. Með í för verður Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra og mun Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, taka þátt í dagskránni.

13.03.2017Fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði afnumin

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið vekur athygli á tilkynningu fjármálaráðuneytisins um afléttingu hafta. Öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Þótt höftin hafi verið nauðsynleg hefur hlotist talsverður kostnaður af þeim, sérstaklega til lengri tíma litið. Fyrst um sinn höfðu þau töluverð áhrif á daglegt líf fólks. Atvinnulífið hefur einnig þurft að glíma við takmarkanir á fjárfestingu í erlendri mynt og skilaskyldu gjaldeyris.